Segir Steingrím J. hafa „leikið einleik“ í framsali til kröfuhafa

Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Steingrímur J. Sigfússon á þingflokksfundi …
Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Steingrímur J. Sigfússon á þingflokksfundi VG. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir fyrrverandi þingmenn VG taka undir þau ummæli Lilju Mósesdóttur að Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi formaður VG, hafi ekki leitað samþykkis þingflokksins við framsal á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion banka.

Lilja tjáði sig um málið í Morgunblaðinu í gær í tilefni af þeirri umfjöllun Bankasýslu ríkisins að Steingrímur J. hafi sem þáverandi fjármálaráðherra ekki haft lagaheimild til að framselja hlutinn til slitabúa föllnu bankanna.

Atli Ingibjargar Gíslason hæstaréttarlögmaður var þingmaður VG frá 2007 og þar til í mars 2011 er hann og Lilja sögðu sig úr þingflokki VG og urðu óháðir þingmenn. Atli segir Steingrím J. ekki hafa borið málið fyrirfram undir þingflokk VG til umræðu. „Hann lék einleik sem var hans stíll, ær og kýr,“ segir Atli og rifjar upp þessa þýðingarmiklu ákvörðun.

Jón Bjarnason var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þegar ákvörðunin um framsalið var kynnt. Hann tekur aðspurður undir með Lilju og Atla að Steingrímur hafi ekki leitað samþykkis þingflokksins fyrir þessari þýðingarmiklu ákvörðun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka