Njóta réttinda sem öðrum standa ekki til boða

Viðskiptaráð bendir á að starfsmenn hins opinbera njóti tvöfalt betri …
Viðskiptaráð bendir á að starfsmenn hins opinbera njóti tvöfalt betri lífeyrisréttinda en aðrir. Af vef Viðskiptaráðs

Sé litið með heildstæðum hætti á launakjör kemur í ljós að opinberir starfsmenn njóta margvíslegra réttinda sem launþegum á almennum vinnumarkaði standa ekki til boða, stendur í pistli á vef Viðskiptaráðs Íslands.

Bandalag háskólamanna (BHM) hefur nú staðið fyrir verkfallsaðgerðum í tvo mánuði og ekki sér fyrir endann á þeim kjaradeilum, segir í pistlinum. Meginþorri meðlima BHM eru háskólamenntaðir opinberir starfsmenn. Á sama tíma hafa samningar verið undirritaðir við stærstu launþegahreyfingar á almennum vinnumarkaði og verkfallsaðgerðir meðlima þeirra voru umfangsminni fram að því.

„Grunnstefið í kröfum BHM er að kjör háskólamenntaðra opinberra starfsmanna séu ekki fullnægjandi. Í því ljósi er áhugavert að bera saman laun, réttindi og skyldur þessa hóps og starfsfólks á almennum vinnumarkaði. Þegar það er gert kemur á daginn að opinberir starfsmenn njóta margvíslegra réttinda sem öðrum launþegum standa ekki til boða,“ segir í pistli Viðskiptaráðs.

„Opinberir starfsmenn njóta betri lífeyrisréttinda, ríkara starfsöryggis, ríflegri veikinda- og orlofsréttinda, betri tækifæra til endur- og símenntunar og aukinna starfsaldurstengdra réttinda samanborið við starfsfólk á almennum vinnumarkaði. Þetta er í andstöðu við vilja almennings, en í nýlegri skoðanakönnun töldu 80-89% svarenda að réttindi launþega ættu að vera sambærileg hjá hinu opinbera og annars staðar.

Viðskiptaráð telur að yfirstandandi kjaraviðræður við BHM skapi tækifæri til að jafna leikvöllinn þegar kemur að réttindum launafólks á almennum og opinberum vinnumarkaði. Grundvöllur þess að ræða megi sérstakar umframlaunahækkanir opinberra starfsmanna er að umframréttindi þessa sama hóps verði afnumin. Að öðrum kosti munu slíkar hækkanir leiða til skattahækkana eða skerðingar opinberrar þjónustu á komandi árum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert