Vill hærri framlög til þróunarsamvinnu

Elín Hirst.
Elín Hirst.

Elín Hirst, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, er ósam­mála þings­álykt­un­ar­til­lögu Gunn­ars Braga Sveins­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra um alþjóðlega þró­un­ar­sam­vinnu Íslands.

Á Face­booksíðu sína skrif­ar hún að Íslend­ing­ar séu tölu­vert langt á eft­ir mörg­um ná­grannaþjóðum okk­ar í þess­um efn­um. Þrátt fyr­ir að ís­lensk stjórn­völd styðji mark­mið Sam­einuðu þjóðanna um að þróuð iðnríki skuli veita sem nem­ur 0,7 pró­sent af lands­fram­leiðslu í þró­un­araðstoð, skal nú aðeins stefnt að því að þau hækki úr 0,23 pró­sent­um í 0,30% af lands­fram­leiðslu á tíma­bil­inu 2016 til 2019 og því er verið að hverfa frá fyrri mark­miðum.

Í til­lög­unni er gert ráð fyr­ir að fram­lög Íslands til þró­un­ar­sam­vinnu­mála hækki í áföng­um á tíma­bil­inu 2016 til 2019. 2016 verður fram­lagið 0,23% af lands­fram­leiðslu - 5 millj­arðar - en nái 0,30% árið 2019 og verði 7,8 millj­arðar.

Ef fram­lög Íslands til mála­flokks­ins ættu að vera 0,70% eins og Sam­einuðu þjóðirn­ar kalla eft­ir þyrfti að verja 18,2 millj­örðum króna í mála­flokk­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka