Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Reykjavik Excursions vakti litla ánægju þegar ökumaður hennar ákvað að stöðva á Snorrabrautinni til að hleypa út farþegum. Umræða skapaðist á Twitter í dag í kjölfar þessa. Talsmaður fyrirtækisins sagði að best væri að beina fyrirspurninni til borgaryfirvalda.
Ekki er langt um liðið síðan rútuferðir í miðbænum sættu gagnrýni íbúa sem virðast vera orðnir langþreyttir á umferð hópferðabíla um þröngar götur bæjarins.
<a href="https://twitter.com/rvkexcursions">@rvkexcursions</a> Halló! Mynduð þið segja að það væru góð vinnubrögð að stöðva 50 manna rútu á miðri Snorrabraut til að hleypa út farþegum?
Starfsmaður fyrirtækisins svaraði um hæl og benti Tinnu á að hafa frekar samband við Reykjavíkurborg til að ræða hvort borgaryfirvöld gætu fjölgað stæðum fyrir hópferðabíla.
<a href="https://twitter.com/TinnaOlafs">@TinnaOlafs</a> Best væri ef þú beindir fyrirspurnum þínum til RVKborgar um hvort ekki væri hægt að fjölga rútustæðum svo þetta gerist ekki.
Svarið vakti þónokkra athygli og töluðu notendur meðal annars um „frekjukallahegðun“.
"Æ þúst, ég átti engan mat þannig að ég tæmdi bara ísskápinn þinn". 20 stig fyrir slæmt PR og frekjukallahegðun <a href="https://t.co/wytaUgFSxq">https://t.co/wytaUgFSxq</a>
Can't win <a href="https://twitter.com/hashtag/FrekiKallinn?src=hash">#FrekiKallinn</a> <a href="https://t.co/tikV3SOoOG">https://t.co/tikV3SOoOG</a>
<a href="https://twitter.com/rvkexcursions">@rvkexcursions</a> Og þið haldið þá uppteknum hætti þangað til ég sannfæri borgina? p.s. Hef heyrt að það séu fín stæði við BSÍ til dæmis.
Í samtali við mbl.is segir Kristján Daníelsson framkvæmdastjóri Reykjavik Excursions að það sé ekki vinnuregla að stöðva rútur á miðjum götum. „Oft getur þó verið erfitt fyrir bílstjóra að athafna sig þegar engin leið er til að komast að. Í undantekningartilfellum staðnæmast rúturnar því á götunni til að hleypa farþegum út en þá er mikilvægt fyrir bílstjórana að passa sig á umferð hvort sem hún er keyrandi eða gangandi.“
Kristján segir ástandið fara versnandi fyrir fólksflutninga í borginni. „Gististöðum hefur fjölgað mjög ört og þetta er að verða mjög erfitt á mörgum stöðum. Höfuðmáli skiptir í svona tilfellum að finna bestu lausnina sem hefur sem minnst áhrif á umferð annarra. Það hefði að sjálfsögðu verið best í þessu tilfelli sömuleiðis,“ segir Kristján en tekur fram að atvikið hafi ekki borist honum til eyrna.
Hann segir að fyrirtækið hafi átt í miklum samræðum við borgaryfirvöld um að útvega svokallaða safnstaði eða stöðvar fyrir rútur til að sinna hlutverki sínu betur. „Þetta er í vinnslu með borginni en fram að því reynum við að starfa í sátt við íbúa og borgaryfirvöld.“
<a href="https://twitter.com/TinnaOlafs">@TinnaOlafs</a> Við leggjum ekki í vana okkar að stoppa úti á miðri götu. Þessari ábendingu verður komið áleiðis til yfirmanna.
Sjá frétt mbl.is: Takmarki umferðina í miðbænum