Ríkisstjórnin samþykkir sáttanefnd

mbl.is/Jim Smart

Rík­is­stjórn­in samþykkti á fundi í dag að skipa sátta­nefnd í kjara­deil­um rík­is­ins við Banda­lag há­skóla­manna og Fé­lag ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga, að höfðu sam­ráði við deiluaðila. mbl.is fékk þetta staðfest fyr­ir stundu.

Heim­ild­ir mbl.is herma að hvorki BHM né hjúkr­un­ar­fræðing­um hafi verið kunn­ugt um áformin, en búið er að boða fé­lög­in til fund­ar.

Kristján Þór Júlí­us­son heil­brigðisráðherra var spurður að því á Alþingi í des­em­ber í fyrra hvort til greina kæmi að skipa sátta­nefnd í lækna­deil­unni. Hann sagði þá að hug­mynd­in hefði verið rædd, m.a. við rík­is­sátta­semj­ara, og að hann úti­lokaði ekki mögu­leik­ann.

Hins veg­ar þyrfti að hafa í huga að með því að skipa sátta­nefnd væri ríkið í raun að taka yfir verk­efni rík­is­sátta­semj­ara og verk­efni samn­inga­nefnda deiluaðila. Um tölu­vert inn­grip væri þannig að ræða.

Frétt mbl.is: Sátta­nefnd ekki tíma­bær

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert