„Það er okkar réttur að semja“

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að borist hafi upplýsingar frá ráðuneytinu um umgjörð sáttanefndar í dag sem ræddar verði á fundi BHM í kvöld.

„Á fundinum munum við sjá hvað stendur þarna, gera okkur grein fyrir hvað það þýðir, hvað okkur finnst um það og hvernig við bregðumst við.“

Hún segir að fundað verði í fyrramálið með hinu opinbera og þá muni málið skýrast frekar.

Aðspurð um hvort hún telji sáttanefndina undanfara þess að lög verði sett á verkfallið segist hún vona að málið verði leyst með samningum. „Það er okkar réttur að semja um kaup og kjör og við vonum að hann verði virtur.“  

BHM fundaði í húsakynnum velferðarráðuneytisins í gær ásamt fulltrúum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hins opinbera, þar sem rætt var að virkja sáttanefnd í kjaradeilunni.

Ekki er búið að skipa í nefnd­ina, en skip­an henn­ar er háð því að deiluaðilar fall­ist á að nefnd verði skipuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert