„Dagurinn markar mikil tímamót“

Bjarni Benediktsson á blaðamannafundinum í dag.
Bjarni Benediktsson á blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Golli

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, seg­ir að dag­ur­inn í dag marki mik­il og ánægju­leg tíma­mót í efna­hags­legu til­liti. Aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar muni hafa viðtæk áhrif á all­an al­menn­ing og at­vinnu­starf­semi í land­inu. Horf­urn­ar séu bjart­ar.

„Það er auðveld­ara að kynna til sög­unn­ar höft held­ur en að aflétta þeim. Það eru fáir sem muna það í dag, en við trúðum því að þegar höft­in voru leidd í lög að við mynd­um ná að losa þau inn­an sex mánaða,“ sagði Bjarni á blaðamanna­fundi í Kaldalónssal í Hörpu í dag. Hins veg­ar hafi verk­efnið verið stærra og flókn­ara en ráðamenn höfðu gert sér í hug­ar­lund.

„Viðspyrna okk­ar á und­an­förn­um árum hef­ur verið for­dæma­laus en á móti komu for­dæma­laus­ar aðstæður,“ sagði Bjarni og vísaði til falls fjár­mála­kerf­is­ins haustið 2008. Bank­arn­ir hafi verið gríðar­stór­ir og fall þeirra því haft mik­il áhrif.

Bjarni sagði það hafa orðið ljóst snemma í ferl­inu að lausn­in þyrfti að vera efna­hags­lega raun­hæf. Mik­il vinna hefði átt sér stað á und­an­förn­um árum, al­veg frá því að rík­is­stjórn­in áttaði sig fyrst á því, er hún tók við völd­um vorið 2013, hversu um­fangs­mikið verk­efnið var. Reynt hefði verið að nálg­ast vanda­málið með því að koma fram með heild­stæða lausn.

Rík­is­stjórn­in samþykkti á fundi sín­um í gær að leggja fyr­ir Alþingi tvö frum­vörp fjár­málaráðherra sem sam­an leggja grund­völl að heil­stæðri aðgerðaáætl­un um af­nám fjár­magns­hafta. Bjarni benti þó á að frum­vörp­in tvö gæfu ekki heild­stæða mynd af aðgerðunum. Skoða þyrfti fleiri þætta máls­ins.

Heild­ar­um­fang vand­ans sem tekið er á í aðgerðaáætl­un stjórn­valda nem­ur um 1.200 millj­örðum króna, að sögn Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráðherra. Eign­irn­ar fel­ast í kórnu­eign­um slita­búa fall­inna fjár­mála­stofn­ana að fjár­hæð 500 millj­arða, kröf­um slita­bú­anna í er­lendri mynt gagn­vart inn­lend­um aðilum að fjár­hæð 400 millj­arða og af­l­andskrón­um í eigu er­lendra aðila að fjár­hæð 300 millj­arða.

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á fundinum í Hörpu.
Bjarni Bene­dikts­son og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son á fund­in­um í Hörpu. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert