Stuðlar að bættum hag almennings

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðamannafundi í dag um afnám fjármagnshaftanna.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðamannafundi í dag um afnám fjármagnshaftanna. mbl.is/Golli

„Farsæl framkvæmd þessarar áætlunar mun gerbreyta útlitinu fyrir okkur Íslendinga. Við hreinsum upp síðustu leifar bankahrunsins og opnum hagkerfið að nýju fyrir fjármagnsflutninga.“

Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Facebook-síðu sinni í dag vegna framlagningar frumvarpa ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishaftanna. Dagurinn í dag sé stór og um sé að ræða eina stærstu efnahagsaðgerð Íslendinga frá upphafi.

„Útkoman verður betri hagur almennings, sterkari staða ríkissjóðs og stórbætt skilyrði fyrir fyrirtæki til að vaxa hér og dafna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert