Viðgerð á háspennustreng við Skipanes lauk klukkan 17:50 í dag en þar hefur verið rafmagnlaust síðan rétt fyrir klukkan 13 í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rarik. Rafmagn fór af Melasveitarlínu þegar grafið var í háspennustreng við Skipanes.
Rafmagn á nú að vera komið á alla notendur frá Skipanesi að Höfn en rafmagn komst aftur á línuhlutann frá Brennimel að Skipanesi klukkan 13:50.
Fyrri frétt mbl.is: