Eldgosið í Eyjafjallajökli magnað

Garðar Ólafsson

Garðar Ólafsson nemi í Kvikmyndaskóla Íslands ferðast um landið og tekur myndir og myndbönd af íslenskri náttúru.  

Í viðtali við vefinn Stuck in Iceland segist Garðar hafa fengið áhuga á ljósmyndun árið 2009 þegar hann fékk sína fyrstu myndavél. Smám saman lærði hann að vinna myndirnar og þá jókst áhugi hans. Garðar keypti sér nýja myndavél og fór þá einnig að taka upp myndbönd. Eftir það lá leið hans í Kvikmyndaskóla Íslands.

Aðspurður um hverjar séu erfiðustu aðstæður sem hann hafi myndað í segir hann eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafa verið ansi magnað. „Það var mikill vindur og aska í loftinu sem fór í allan myndavélarbúnaðinn.“

Norðurljósin
Norðurljósin Garðar Ólafsson

Garðar hefur ferðast víða um landið en uppáhaldsstaðir hans eru Jökulsárlón, Skógarfoss, Sólheimasandur, Goðafoss, Landmannalaugar og Kirkjufell á Snæfellsnesi. Í sumar ætlar Garðar í ferðalag um landið og taka upp myndbönd með dróna. 

Breiðamerkursandur
Breiðamerkursandur Garðar Ólafsson

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Garðar á heimasíðu hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert