Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hvatti til þess á Alþingi í dag að þingmenn legðu til hliðar ófriðar- og átakamál í kjölfar sáttar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar um afnám fjármagnshaftanna og legðu áherslu á mál sem sátt væri um.
Kallaði hún eftir því að ríkisstjórnin legði fram raunhæfa áætlun um störf Alþingis fram að sumarleyfum þar sem sanngirni væri sýnd og samkomulag yrði um það hvaða mál þyrfti að klára fyrir lok þingsins en ekki átök.