Kísilver á Bakka rétt handan hornsins

Fyrirvörum á raforkusölusamningi Landsnets við PCC Bakki Silicon hefur verið …
Fyrirvörum á raforkusölusamningi Landsnets við PCC Bakki Silicon hefur verið aflétt og munu framkvæmdir kísilversins hefjast fljótlega.

Uppbygging kísilvers í eigu PCC Bakki Silicon hf., sem er dótturfélag þýska fyrirtækisins PCC SE, mun fljótlega hefjast á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík.

Búið er að tryggja raforkusamning við Landsnet og gera áætlanir ráð fyrir að framleiðsla geti hafist í árslok 2017. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Norðurþingi.

„Það er sannarlega ákaflega mikilvægt og ánægjulegt að þetta sé að fara af stað, að við séum að fara í þessa innviðauppbyggingu og gera okkur kleift að spyrna við fótum hérna í atvinnulífinu,“ segir Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri Norðurþings í samtali um uppbygginguna nyrðra í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert