Lög um frestun verkfalla og gerðardóm rædd

„Það er neyðarástand í heilbrigðisgeiranum.“
„Það er neyðarástand í heilbrigðisgeiranum.“ mbl.is/Golli

Lagasetning á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga hefur verið nokkuð mikið rædd meðal ákveðinna ráðherra ríkisstjórnarinnar, án þess að nokkur endanleg ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum, jafnframt því sem samið hafi verið frumvarp um að verkföllum verði frestað og gefinn ákveðinn tími til samninga, ella verði deilunum vísað í gerðardóm.

BHM og hjúkrunarfræðingar höfnuðu í gær tillögu ríkisstjórnarinnar um að sáttanefnd yrði skipuð í kjaradeilum þeirra, vegna þess að engin lausn var talin felast í slíkri leið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert