Bað Árna Pál afsökunar

mbl.is/Eggert

Karl Garðars­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, bað Árna Pál Árna­son, formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, af­sök­un­ar á um­mæl­um sín­um í garð hans á Alþingi í dag. Karl sagði, í umræðum um haftafrum­vörp rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að Árni Páll hefði á sein­asta kjör­tíma­bili varið  hag er­lendra kröfu­hafa.

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar fóru hver á fæt­ur öðrum upp í pontu og kröfðust þess að þingmaður­inn bæðist af­sök­un­ar á um­mæl­un­um. Sagði Össur Skarp­héðins­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, að Karl væri með um­mæl­un­um að brigsla um að Árni Páll hefði unnið gegn þjóðar­hags­mun­um. Þetta væri því ásök­un um landráð.

Karl þver­tók fyr­ir að hafa brigslað Árna Páli um landráð en viður­kenndi þó að hafa gengið of langt með um­mæl­um sín­um. Það hefði hann gert í hita leiks­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert