Bað Árna Pál afsökunar

mbl.is/Eggert

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, bað Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, afsökunar á ummælum sínum í garð hans á Alþingi í dag. Karl sagði, í umræðum um haftafrumvörp ríkisstjórnarinnar, að Árni Páll hefði á seinasta kjörtímabili varið  hag erlendra kröfuhafa.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hver á fætur öðrum upp í pontu og kröfðust þess að þingmaðurinn bæðist afsökunar á ummælunum. Sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, að Karl væri með ummælunum að brigsla um að Árni Páll hefði unnið gegn þjóðarhagsmunum. Þetta væri því ásökun um landráð.

Karl þvertók fyrir að hafa brigslað Árna Páli um landráð en viðurkenndi þó að hafa gengið of langt með ummælum sínum. Það hefði hann gert í hita leiksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert