Boðar skattalækkanir

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, seg­ir bætta stöðu rík­is­sjóðs skapa skil­yrði fyr­ir lægri skatta og ein­fald­ara skatt­kerfi. Fram hef­ur komið að af­nám hafta gæti stór­bætt skulda­stöðu rík­is­ins.

„Bætt staða rík­is­sjóðs mun skapa svig­rúm fyr­ir áfram­hald­andi skatta­lækk­an­ir en þær þarf að tíma­setja mjög vel,“ seg­ir Bjarni og nefn­ir lækk­un trygg­inga­gjalds, lægri álög­ur á ein­stak­linga og af­nám tolla.

„Þrátt fyr­ir að við höf­um þegar lækkað skatta um­tals­vert verða lægri skatt­ar áfram meðal for­gangs­mála okk­ar og það verður svig­rúm á næstu árum til að gera enn bet­ur.“

Mun örva ís­lenska hag­kerfið

Banda­ríski lögmaður­inn Lee Buchheit kom að viðræðum við kröfu­hafa. Hann seg­ir af­nám hafta munu hafa mikla efna­hags­lega þýðingu. „Íslend­ing­ar ættu að vona að höft­in víki sem fyrst. Það verður enda um­tals­verð lyfti­stöng fyr­ir efna­hags­bat­ann á Íslandi. Hafta­áætl­un­in sem var kynnt í vik­unni mun aflétta höft­um á skipu­leg­an hátt og inn­an tak­markaðs tíma.“

Ásgeir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði við Há­skóla Íslands, tel­ur að boðuð útboðsleið vegna af­l­andskrónu­vand­ans geti haft í för með sér mikið inn­streymi gjald­eyr­is í landið. Það geti aft­ur ýtt und­ir eigna­verð á Íslandi.

Það er hluti af áætl­un um af­nám hafta að líf­eyr­is­sjóðir fá að fjár­festa fyr­ir 10 millj­arða á ári er­lend­is fram til árs­ins 2020, alls 60 millj­arða.

Hauk­ur Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins, tel­ur að heim­ild­ir líf­eyr­is­sjóðanna muni ekki hafa telj­andi áhrif á ís­lensk­um markaði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert