Leita að hinu heilaga grali á Kili

Leitað að gralinu.
Leitað að gralinu.

Ítalski stærðfræðingurinn Giancarlo Gianazza telur til hafa fundið vísbendingar í Hinum guðdómlega gleðileik eftir Dante þess efnis að hið heilaga gral, bikarinn sem Jesús Kristur á að hafa drukkið af í síðustu kvöldmáltíðinni, sé grafið á hálendi Íslands. Leiðangri hans og félaga eru gerð skil á ferðabloggsíðunni Stuck in Iceland.

Gianazzi og leiðangursfélagar hans telja sig nálægt því að finna hið heilaga gral í auðninni á hálendi Íslands. Leiðangurinn er lokahnykkur 13 ára verkefnis, sem hefur falið í sér hvort tveggja rannsóknir á vettvangi og stærðfræðilega greiningu á textum Dante.

Stærðfræðingnum til halds og trausts eru ítölsku kvikmyndagerðarkonurnar Sofia E. Rovati og Alex Sykulak, sem hafa hleypt af stokkunum Kickstarterfjármögnun til að geta fylgst með síðasta hluta leiðangursins og gefa út heimildamynd um verkefnið í september á næsta ári eins og segir á Stuck in Iceland. 

Kvikmyndagerðin hefur nú þegar tekið 18 mánuði og af stiklu á Kickstarter að dæma er verkefnið engin smásmíð. Þegar færslan var skrifuð á Stuck in Iceland voru þær hálfnaðar með að safna þeim 24 þúsund pundum, tæpum 4,9 milljónum króna, sem þær áætla að verkefnið kosti.

Hér?
Hér?

„Það sem er heillandi við þessa rannsókn er að Gianazza veit ekki nákvæmlega hvað það er sem hann er að leita að. Hann getur bara dregið ályktanir út frá sögulegum aðstæðum, aðstæðum sem voru uppi þegar Dante skrifaði meistaraverk sinn. Með því að elta vísbendingar sem hann finnur í Hinum guðdómlega gleðileik, þar sem hann þýðir ljóð yfir í hnit hefur Gianazza komist yfir kort af hinu óþekkta. Áfangastaðurinn verður ekki kunnur fyrr en hann kemst á hann,“ segja þær í viðtalinu.

 Á Stuck in Iceland má lesa viðtalið við þær í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert