„Sprengj­an særði mig að hjartarót­um“

Masaki Hironaka var tæplega sex ára þegar atómsprengjunni Litli drengur …
Masaki Hironaka var tæplega sex ára þegar atómsprengjunni Litli drengur var varpað á Hiroshima. mbl.is/Golli

Í ág­úst verða 70 ár liðin frá því að banda­ríkja­her varpaði kjarn­orku­sprengj­um á japönsku borg­irn­ar Hiros­hima og Naga­saki. Þrátt fyr­ir að hafa aðeins verið tæp­lega sex ára gam­all er at­b­urðarrás­in sem fylgdi enn greipt í huga Masaki Hironaka og þurfti hann reglu­lega að þurrka aug­un með vasa­klút á meðan hann deildi upp­lif­un sinni með hópi ís­lenskra barna og for­eldr­um þeirra í Höfða í morg­un.

Þann 6. ág­úst var atóm­sprengju varpað á Hiros­hima og þrem dög­um seinna var ann­arri slíkri varpað á Naga­saki. Minnst 130 þúsund manns lét­ust vegna árás­anna en töl­urn­ar eru nokkuð á reiki þar sem fólk deyr, enn þann dag í dag vegna sjúk­dóma af völd­um geisl­un­ar­inn­ar sem fylgdi spreng­ing­un­um.

Hironaka bjó í hverfi sem hét Koi-cho og var í um 3,5 kíló­metra fjar­lægð frá miðju spreng­ing­ar­inn­ar í Hiros­hima. Hann var að leik í læk ná­lægt heim­ili sínu þegar heim­ur­inn varð skyndi­lega app­el­sínu­gul­ur fyr­ir aug­um hans og spreng­ing­ar, líkt og frá flug­eld­um ómuðu. Það var það sem eft­ir­lif­end­ur hafa kallað „pika­don“ en orðið lýs­ir leiftr­inu og hljóðinu sem fylgdi atóm­sprengj­unni. Fá­ein­um sek­únd­um seinna birt­ist brún­leit högg­bylgj­an líkt og vind­ur á ægi­hraða og Hironaka féll aft­ur fyr­ir sig.

„Ég var ringlaður því ég vissi ekki hvað hafði gerst. Engu að síður man ég eft­ir því að hafa heyrt í rúðunum á ná­læg­um hús­um brotna og hljóðið í þakskíf­un­um sem rifnuðu af hús­un­um og brotnuðu á jörðinni.“

Húðin hékk eins og snæri

Móðir Hironaka æpti á hann að fara í loft­varn­ar­byrgi um 100 metr­um frá heim­ili þeirra en hún hljóp sjálf á und­an með tveggja ára syst­ur hans á arm­in­um. Þar sem hann hljóp á eft­ir þeim sá hann sveppa­laga skýið eft­ir spreng­ing­una vaxa og vaxa.

„Þegar ég kom að skýl­inu var of mikið af fólki til þess að ég kæm­ist inn. Ég æpti „Mamma“ nokkr­um sinn­um en hún heyrði lík­lega ekki í mér. Það var ekk­ert svar. Ég var áhyggju­full­ur og einmana og byrjaði að gráta. Það var þá sem geisla­virk, svört rign­ing tók að falla.“

Þegar Hironaka, móðir hans og syst­ir komu komu aft­ur heim sat fólk sem hafði orðið fyr­ir spreng­ing­unni í and­dyr­inu. „Þau voru  með slæm bruna­sár. And­lit þeirra, hend­ur, brjóst, fót­legg­ir og hár, allt var brennt og krumpað. Húðstykki héngu af þeim eins og snæri og á öðrum stöðum var hör­und þeirra rautt og þakið blöðrum. Þau litu út fyr­ir að vera við að deyja.“

Svipaða sögu var að segja af fólki sem gekk fram­hjá hús­inu þeirra. Þeir brenndu gengu í keng, með hand­legg­ina laf­andi fyr­ir fram­an sig og húðin lafði af þeim líkt og bóm­ull­argirni. Á himn­in­um reis sveppa­skýið og teygði úr sér.

Þegar dimma tók leiddi móðirin systkin­in að barna­skóla hverf­is­ins þar sem þeim hafði verið sagt að faðir þeirra væri. Á leiðinni kallaði Hironaka í sí­fellu „Pabbi?“ til þeirra sem þau mættu en fékk eng­in svör. Fjöl­skyldu­föður­inn fundu þau ekki fyrr en þau sneru aft­ur á heim­ili sitt en þá sat hann í myrkr­inu í eld­hús­inu.

„Faðir minn var býsna veik­b­urða og þegar við skoðuðum hann við kerta­ljósið sást að hann var með bruna­sár frá höfði niður á bak og bux­urn­ar hans voru tætt­ar.“

Faðir Hironaka bað hann um að fjar­lægja gler­brot sem stóð um einn sentí­metra út úr baki hans en brotið var of djúpt í vöðvan­um til þess að son­ur­inn næði því með ber­um hönd­um.„„Náðu í töng­ina,“ sagði faðir minn.  Ég náði í þær úr bíl­skúrn­um og togaði oft í það. Það brotnaði svo ég gat aðeins togað í þá ör­fáu milli­metra sem stóðu lengst út. Ég gat ekki meir svo ég bað móður mína um að gera það. Ég man ekk­ert fleira frá þessu kvöldi.“

Skammaðist sín fyr­ir að gráta

Þegar Hironaka vaknaði næsta dag var móðir hans að mata föður hans á grjóna­graut og Hironaka sá að hann þjáðist mikið. Um eft­ir­miðdag­inn bað móðir Hironaka hann um að vera hjá föður sín­um þar sem hana grunaði að síðustu augna­blik­in væru nærri. Hún hafði sótt emb­ætt­is­mann úr hverf­inu til að vera hjá þeim en Hironaka hélt sig fjarri.

„Þau kölluðu til mín margoft og sögðu „Komdu hér því faðir þinn gæti dregið sinn síðasta and­ar­drátt á hverri stundu.“ Ég heyrði í þeim en ég gat ekki komið ná­lægt hon­um. Ég skammaðist mín of mikið fyr­ir að gráta fyr­ir fram­an fólk, þrátt fyr­ir ung­an ald­ur.“

Skömmu eft­ir and­látið gat Hironaka fært sig til móður sinn­ar. Hann hélt í hönd föður síns og sá að sárs­auk­inn var horf­inn úr svip hans sem var aft­ur orðinn eins blíður og hann átti að sér að vera.

„Þegar ég hugsa til baka, velti ég því fyr­ir mér hvort hann hefði sagt eitt­hvað ef ég hefð verið hjá hon­um. Ég held að hann hefði sagt mér að passa upp á móður mína. Ég hefði getað séð and­lit hans þegar hann lést. Ég sé svo mikið eft­ir því.“   

Hironaka seg­ist hafa hatað Banda­ríkja­menn fyr­ir að hafa varpað sprengj­un­um á Hiros­hima og Naga­saki og þegar Banda­rísk­ir her­menn komu til Hiros­hima tveim­ur árum seinna köstuðu hann og vin­ur hans grjóti í skriðdreka þeirra.

„Þá komu tveir her­menn út úr skriðdreka og við flýðum út á engi. Þeir skutu á okk­ur og ég hélt að einn þeirra hefði skotið mig til bana. Ég hélt það væri úti um okk­ur. Ég bar þetta hat­ur í brjósti lengi en hér og nú hata ég ekki nokk­urn lif­andi mann.“

„Okk­ur langaði til að heyra um friðinn“

Hironaka er hér á landi á veg­um sam­tak­anna Mayors for Peace og Peace Boat sem hafa tekið hönd­um sam­an um verk­efnið I Was Her Age eða Ég var á henn­ar aldri þar sem eft­ir­lif­end­ur kjarn­orku­árás­anna á Hiros­hima og Naga­saki í ág­úst 1945, sem kallaðir eru „Hi­bak­usha“, ferðast vítt og breitt um heim­inn og breiða út friðarboðskap.

Fimm ís­lensk­um barna­fjöl­skyld­um var sér­stak­lega boðið til mót­tök­unn­ar í Höfða og hlýddu börn­in á frá­sögn Hironaka auk þess sem þau föndruðu origa­mi pappafíg­úr­ur með hjálp eft­ir­lif­end­anna. Hironaka sýndi mynd­ir af at­b­urðarrás­inni, sem hann hafði sjálf­ur teiknað eft­ir minni, á meðan hann sagði sögu sína og þó svo að til­finn­ing­ar eldri áhorf­enda tækju á sig aug­ljós­ara form var ljóst að frá­sögn Hironaka hafði einnig mik­il áhrif á börn­in.

„Ég var fimm ára gam­all þetta gerðist, munið þið hvað þið voruð að gera þegar þið voruð fimm ára?“ spurði Hironaka börn­in eft­ir fram­sögu sína. Þau hristu höfuðið öll sem eitt, enda hálf­full­orðin – á aldr­in­um sjö til tíu ára. „Þó ég væri svona ung­ur, gat ég aldrei gleymt því sem ég sá.“

Hinir 10 ára gömlu Stefán Gunn­ar Kjart­ans­son Maack og Karl Orri Breka­son voru meðal áheyr­enda og eru ró­leg­ir en þó bros­andi þegar blaðamaður nær af þeim tali eft­ir frá­sögn Hironaka. „Okk­ur langaði til að heyra um friðinn,“ seg­ir Stefán um ástæður þess að hann kom í Höfða. „Þetta var gam­an og sorg­legt,“ seg­ir Karl. „Ég tók eft­ir tón­in­um í rödd­inni [í Hironaka],“ skýt­ur Stefán að. „Hann var gráti næst.“

Börn­in voru al­var­leg í bragði á meðan á fram­sögu Hironaka stóð. Á hvít­dúkuðum borðunum í Höfða voru hring­laga skál­ar full­ar af jarðarberj­um og kirsu­berjatómöt­um og var því sem börn­in væru að tína upp í sig sól­ina í jap­anska fán­an­um. Eft­ir því sem leið á sög­una fór þó áhugi þeirra á skál­un­um að dvína. „Ég fór næst­um því að gráta,“ seg­ir Karl, al­var­leg­ur í bragði og Stefán kink­ar kolli. „Ég fór að gráta.“

 „Hann vill að það komi friður í heim­in­um,“ seg­ir Karl um ástæður þess að Hironaka kýs að segja sögu sína, og blaðamanni verður á að spyrja hvort það sé nokkuð hægt. „Já,“ segja þeir ákveðnir í kór og Stefán rétt­ir úr sér. „Með því að mót­mæla kjarn­orku­vopn­um og bara al­mennt öll­um vopn­um.“

„Eins og faðir minn sé að hlusta á mig“

Í för með Hironaka eru sjö aðrir eft­ir­lif­end­ur kjarn­orku­árás­anna, ým­ist frá Hiros­hima eða Naga­saki, og hvert og eitt þeirra á sína sögu. Soh Horie á t.a.m. syst­ur sinni líf sitt að launa en hún skýldi hon­um með lík­ama sín­um þegar spreng­ing­in í Hiros­hima þrykkti þeim aft­ur á bak. Masao Ito hef­ur aldrei getað gleymt þeim fjölda líka sem brennd voru í garði ná­lægt heim­ili hans í Hiros­hima, hvert á fæt­ur öðru, dög­um sam­an eft­ir spreng­ing­una og tvær syst­ur, dótt­ir og syst­ur­dótt­ir Shizu­ko Mitamura lét­ust all­ar úr krabba­meini sem rekja má til geisl­unn­ar af völd­um atóm­sprengj­unn­ar í Naga­saki. Sum­ir þeirra sem eru með í för héldu sög­um sín­um fyr­ir sig fram­an af æv­inni af ótta við að verða fyr­ir for­dóm­um og mis­mun­un fyr­ir að vera „Hi­bak­usha“.

Í dag hafa eft­ir­lif­end­ur hins­veg­ar myndað með sér sam­tök sem Hironaka hef­ur starfað fyr­ir um nokk­urra ára skeið. Hann, líkt og flest­ir eft­ir­lif­end­urn­ir sem taka þátt í I Was Her Age, hef­ur sagt sögu sína margsinn­is op­in­ber­lega. Í sam­tali við blaðamann seg­ir hann mik­il­vægt fyr­ir heims­byggðina að slík­ur vitn­is­b­urður lifi áfram en að einnig veiti það hon­um vissa fró­un að segja frá.

„Þegar ég var lít­ill gat ég ekki grátið en atóm­sprengj­an hef­ur sært mig niður að hjartarót­um. Það hverf­ur ekki,“ seg­ir Hironaka. „Í hvert skipti sem ég segi frá þess­um at­b­urðum verð ég aft­ur fimm ára gam­all. Það kall­ar fram tár vegna ótt­ans og þess sem ég sá en þegar ég græt líður mér vel þar sem tár­in eru hrein. Þegar ég græt líður mér eins og faðir minn sé að hlusta á mig og það læt­ur mér líða vel.“

Jafn­vel við þess­ar stuttu sam­ræður brest­ur rödd Hironaka og hann gríp­ur til vasa­klúts­ins til að þerra aug­un.

„Faðir minn var 39 ára þegar hann dó og átti fal­legt líf fyr­ir hönd­um sem sprengj­an hrifsaði frá hon­um. Her­menn sem fara í stríð fá bæt­ur frá rík­inu en það fá þeir sak­lausu sem deyja ekki.“

Skýin sem fylgdu sprengingunum yfir Hiroshima (t.v.) og Nagasaki (t.h.)
Ský­in sem fylgdu spreng­ing­un­um yfir Hiros­hima (t.v.) og Naga­saki (t.h.) Ljós­mynd/ Wikipedia
Hibakusha telja að allir foreldrar sem heyra söguna komist ekki …
Hi­bak­usha telja að all­ir for­eldr­ar sem heyra sög­una kom­ist ekki hjá því að reyna að gera allt til að forða börn­um sín­um frá svo grimm­um ör­lög­um og vilja því koma boðskapn­um á fram­færi sem víðast. mbl.is/​Golli
Mynstur klæða þessa fórnarlambs í Hiroshima brenndist í húð þess.
Mynstur klæða þessa fórn­ar­lambs í Hiros­hima brennd­ist í húð þess. Ljós­mynd/ Wikipedia
Séð yfir Nagasaki, fyrir og eftir sprengjuna.
Séð yfir Naga­saki, fyr­ir og eft­ir sprengj­una. Ljós­mynd/ Wikipedia
Aðstoðarfólk eftirlifendanna sýndu yfirlitsmynd af rústum Hiroshima, tveimur mánuðum eftir …
Aðstoðarfólk eft­ir­lif­end­anna sýndu yf­ir­lits­mynd af rúst­um Hiros­hima, tveim­ur mánuðum eft­ir að atóm­sprengj­an féll. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert