Töluðu um „svipur og gulrætur“

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Rósa Braga

Katrín Júlí­us­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði á Alþingi í dag að sein­asta rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna hefði á sín­um tíma talað um svip­ur og gul­ræt­ur sem tæki í samn­ing­ana við er­lendu kröfu­haf­ana. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefði því ekki verið eini flokk­ur­inn sem vildi beita þess­ari nálg­un, þ.e. aðferðafræði hörku eða umb­un­ar. Karl Garðars­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði fyrr í dag að hlegið hefði verið að fram­sókn­ar­mönn­un­um þegar þeir hefðu talað um „kylfu og gul­rót“ í þessu sam­bandi fyr­ir sein­ustu þing­kosn­ing­ar.

„Það er þannig í þessu máli, og það er gleðiefni, að við kölluðum eft­ir því að um þetta næðist þver­póli­tísk samstaða,“ sagði Katrín. Hins veg­ar hefði rík­is­stjórn­in reynt á síðastliðnum tveim­ur árum að búa til eitt­hvað annað, ósætti, um málið. „En nú virðumst við aft­ur vera að ná sam­an. Menn eru komn­ir í hring í mál­inu.“

Hún benti á að nú­ver­andi rík­is­stjórn hefði ákveðið að fara samn­inga­leiðina sem unnið var eft­ir í tíð sein­ustu rík­is­stjórn­ar. „Niðurstaða máls­ins er að við get­um fylli­lega náð sam­an í þessu máli.“

Frétt mbl.is: Stjórn­ar­and­stæðing­ar biðjist af­sök­un­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert