Um 67% þeirra sem tóku afstöðu í könnun sem Gallup gerði fyrir hópinn Auðlindir okkar – áhugamannafélag um ábyrga nýtingu auðlinda Íslands eru andvíg lagningu sæstrengs til að selja raforku til Bretlands.
Hópurinn fjármagnaði könnunina sjálfur og segir Viðar Garðarsson, meðlimur í hópnum, í Morgunblaðinu í dag, að niðurstaðan sé afgerandi.
„Landsvirkjun er búin að tromma hér taktfast til að koma þessu barni sínu á framfæri. Mér finnst niðurstöðurnar merkilegar og gleðilegar. Það virðist sem fólk sé að gera sér grein fyrir því að sæstrengur verður ekki að veruleika nema það verði virkjað í hið minnsta í tveimur Kárahnúkavirkjunum.“