Hirðir lítið um takmarkanir

Norðlingaskóli útskrifaði í vikunni nemendur úr 10. bekk en þetta er í fyrsta skipti sem nemendur útskrifast frá skólanum sem hófu nám í 1. bekk fyrir 10 árum. Fyrsti nemandinn sem var skráður í skólann var Aníta Sól Sveinsdóttir en hún er með hreyfi- og þroskahömlun sem kennd er við PraaderWilli.

Þegar skólinn hóf störf árið 2005 voru einungis 14 börn sem sóttu skólann en nú er gert ráð fyrir að 570 nemendur hefji nám í haust. Á unglingastigi eru um 10 nemendur með sérþarfir of eftir að hafa einungis verið starfræktur í nokkur ár hefur skólinn m.a. fengið viðurkenningu frá Sjálfsbjörgu fyrir nám án aðgreiningar, íslensku menntaverðlaunin og frumkvöðlaverðlaun Geðhjálpar.

mbl.is ræddi við Sólrúnu Ragnarsdóttur, móður Anítu Sólar, um hvaða áskoranir hafa fylgt skólagöngu Anítu Sólar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert