Tugir útlends göngufólks sem hafði bókað sig í gönguferðir um Laugaveginn í næstu viku, frá Landmannalaugum niður í Þórsmörk, gætu þurft að ganga að sunnanverðu ef ástand breytist ekki.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segja ferðaskipuleggjendur þetta líklega snjóþyngsta vorið í seinni tíð en vegurinn í Landmannalaugar er enn lokaður, mikill snjór er á gönguleiðinni og kuldi í veðurkortunum.