Samkvæmt aflareglu Hafrannsóknastofnunarinnar leggur stofnunin til að þorskafli verði 239 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári, 2015/2016. Það er aukning um 23 þúsund tonn frá aflamarki yfirstandandi fiskveiðiárs og hæsta aflamarkið á þessari öld.
Það er í samræmi við þá 20% aflareglu sem hefur verið í gildi undanfarin ár. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, sagði á blaðamannafundi í hádeginu í dag að sjávarútvegsráðherra hefði lagt til við ríkisstjórnina að reglan gilti áfram næstu fimm árin.
Þá gefur aflareglan 36.400 tonna aflamark í ýsu á næsta fiskveiðiári, sem er sex þúsund tonna aukning frá yfirstandandi fiskveiðiári.
Jóhann kynnti skýrslu og nýjar tillögur stofnunarinnar um nytjastofna sjávar og aflahorfur á næsta fiskveiðiári á fundinum.
Það er mat Hafrannsóknastofnunar að ástand flestra nytjastofna við landið sé gott. Horfur séu á að árangur 2014 í ýsu og þorski séu yfir meðallagi, en lengi hefur nýliðun ýsunnar verið slök.
Nánar verður fjallað um málið á mbl.is í dag