Lög verði sett á verkföllin

Frá Stjórnarráðinu í kvöld.
Frá Stjórnarráðinu í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rík­is­stjórn­in til­kynnti í kvöld að lög verða sett á verk­föll hjúkr­un­ar­fræðinga og ein­stök fé­lög BHM og þeim frestað til 1. júlí. Frum­varpið þess efn­is verður lagt fyr­ir þingið klukk­an 10 í fyrra­málið. 

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að rík­is­stjórn­in hafi samþykkt á fundi sín­um í kvöld að leggja fyr­ir Alþingi laga­frum­varp um að fresta til 1. júlí 2015 verk­fallsaðgerðum ein­stakra aðild­ar­fé­laga Banda­lags há­skóla­manna og Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga.

Frétt mbl.is: „Mun hafa mjög slæm áhrif“

Frétt mbl.is „Reyna að svelta okk­ur til hlýðni“

Með verk­fallsaðgerðum er átt við vinnu­stöðvan­ir, verk­bönn, verk­föll og aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skip­an kjara­mála en lög ákveða. Frum­varpið verður nú sent þing­flokk­um rík­is­stjórn­ar­flokk­anna til um­fjöll­un­ar og ráðgert er að leggja það fram á Alþingi eins skjótt og unnt er.

Í frum­varp­inu er verk­fallsaðgerðum frestað til 1. júlí næst­kom­andi og aðilum falið að nýta þann tíma til að ná sam­komu­lagi á far­sæl­an hátt, ella fari kjara­deil­an í gerðardóm. Ljóst er að við óbreytt ástand verður ekki búið enda þykir sýnt að nú­ver­andi aðstæður skapa veru­lega ógn við ör­yggi sjúk­linga.

Í ljósi þeirra gagna sem embætti land­lækn­is hef­ur aflað sér frá heil­brigðis­stofn­un­um og frá ein­stök­um sjúk­ling­um er ljóst að al­var­leiki máls­ins er mik­ill gagn­vart ör­yggi sjúk­linga. Í minn­is­blaði Embætt­is land­lækn­is til rík­is­stjórn­ar­inn­ar, dags 4. júní síðastliðinn seg­ir: „Verk­föll­um verður að ljúka taf­ar­laust, ef ekki á illa að fara. Það ástand sem hef­ur skap­ast er óþolandi og kem­ur til með að valda óbæt­an­legu tjóni fyr­ir fjölda sjúk­linga og skaða heil­brigðisþjón­ust­una bæði til skamms tíma og til lengri tíma litið. Stjórn­völd bera nú ábyrgð á því að ljúka þessu ástandi með ein­um eða öðrum hætti.“

Þá er ljóst að deil­an hef­ur valdið nokkr­um at­vinnu­grein­um mikl­um búsifj­um og ljóst að óbreytt ástand mun valda mikl­um skaða. Verk­fallsaðgerðir hjá sýslu­mann­sembætt­um og dýra­lækn­um koma niður á rétt­ind­um annarra og hafa nei­kvæð áhrif á ráðstöf­un eigna, viðskipti og fram­leiðslu svo fátt eitt sé nefnt.

Stjórn­völd standa frammi fyr­ir þeim erfiða kosti að grípa inn í kjara­mál deiluaðila og sú ákvörðun er ekki létt­væg. Til grund­vall­ar þeirri ákvörðun ligg­ur það mat deiluaðila og rík­is­sátta­semj­ara að ekki séu for­send­ur fyr­ir samn­ing­um eða frek­ari fund­ar­höld­um eins og mál­in standa nú og lausn sé ekki í sjón­máli þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir til samn­inga. Einnig er ljóst að ekki tókst að ná sátt um skip­un sér­stakr­ar sátta­nefnd­ar sem hefði umboð til að grípa inn í deil­una. Að mati rík­is­stjórn­ar­inn­ar verður því ekki und­an því vikist að Alþingi bregðist við eins fljótt og auðið er.

Bjarni Benediktsson yfirgefur Stjórnarráðið í kvöld.
Bjarni Bene­dikts­son yf­ir­gef­ur Stjórn­ar­ráðið í kvöld. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka