Myndband af árekstri skólaskipsins

Skútan dregin frá varðskipunum.
Skútan dregin frá varðskipunum. Ljósmynd/Steingrímur

Rússneska skólaskipið Kruzens­htern, sem kom til Reykjavíkur í gær, sigldi á skip Landhelgisgæslunnar í Reykjavíkurhöfn fyrir skömmu. Bæði Þór og Týr urðu fyrir barðinu á skipinu. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan var höggið töluvert þegar áreksturinn varð.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni virðast skemmdir á báðum skipum vera talsverðar. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru nú á svæðinu að vinna í málinu en það lítur út fyrir að mikil vinna sé framundan við viðgerðir.

Frétt mbl.is: Sigldi á skip Landhelgisgæslunnar 

Rússneskt seglskip siglir á Varðskipin Týr og Þór í Reykjavíkurhöfn 11.júní 2015

Posted by Magnús Stefán Sigurðsson on Thursday, June 11, 2015
Skemmdir á Tý.
Skemmdir á Tý. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Rússnenska skólaskipið Kruzenshtern.
Rússnenska skólaskipið Kruzenshtern. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka