Hinsegin fræðsla í Reykjavík

Frá Gleðigöngunni í fyrra.
Frá Gleðigöngunni í fyrra.

Reykjavíkurborg hefur gengið frá samning við Samtökin '78 um hinsegin fræðslu í reykvískum grunnskólum.

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, staðfestir það í samtali við Morgunblaðið.

„Núna, þegar gengið hefur verið frá flestöllum formlegum réttindum hinsegin fólks á Íslandi skiptir mjög miklu máli að við leggjum okkar af mörkunum til þess að breyta hugarfari og menningu þannig að fólk sé raunverulega frjálst að kynhneigð, kyngervi og öðru því sem hinsegin baráttan hefur gengið út á,“ segir Sóley í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert