Ríkið komið að ytri mörkum

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert

„Við höf­um verið og verðum áfram reiðubú­in til samn­inga um þessa deilu, en get­um ekki staðið aðgerðalaus hjá þegar við fáum jafn al­var­leg­ar ábend­ing­ar inn­an úr kerf­inu um af­leiðing­ar af verk­fall­inu.“ Þetta seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, í sam­tali við mbl.is, en frum­varp um laga­setn­ingu á verk­föll BHM og hjúkr­un­ar­fræðinga er til umræðu á þing­inu í dag.

Sam­kvæmt frum­varp­inu á að fresta verk­fallsaðgerðum til 1. júlí. Aðspurður um hvað þess­ir auka 20 dag­ar eigi að breyta í viðræðunum seg­ir Bjarni að hann geti ekki full­yrt um það. Áfram verði svig­rúm til að ná samn­ing­um, en þetta mál snú­ist ein­göngu um að stöðva verk­fallsaðgerðir.

Bjarni seg­ist ekki vera bjart­sýnn á viðræðurn­ar framund­an, en ít­rek­ar að ríkið verði áfram til viðræðu í mál­inu. Hann seg­ir aft­ur á móti að það séu ytri mörk um það sem ríkið geti samið í þess­um efn­um. Aðspurður hvort ríkið sé komið að þeim mörk­um seg­ir hann að svo sé.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert