Ríkið komið að ytri mörkum

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert

„Við höfum verið og verðum áfram reiðubúin til samninga um þessa deilu, en getum ekki staðið aðgerðalaus hjá þegar við fáum jafn alvarlegar ábendingar innan úr kerfinu um afleiðingar af verkfallinu.“ Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við mbl.is, en frumvarp um lagasetningu á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga er til umræðu á þinginu í dag.

Samkvæmt frumvarpinu á að fresta verkfallsaðgerðum til 1. júlí. Aðspurður um hvað þessir auka 20 dagar eigi að breyta í viðræðunum segir Bjarni að hann geti ekki fullyrt um það. Áfram verði svigrúm til að ná samningum, en þetta mál snúist eingöngu um að stöðva verkfallsaðgerðir.

Bjarni segist ekki vera bjartsýnn á viðræðurnar framundan, en ítrekar að ríkið verði áfram til viðræðu í málinu. Hann segir aftur á móti að það séu ytri mörk um það sem ríkið geti samið í þessum efnum. Aðspurður hvort ríkið sé komið að þeim mörkum segir hann að svo sé.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert