„Vona að mitt fólk standi í lappirnar“

Mótmælendur á Austurvelli í dag.
Mótmælendur á Austurvelli í dag. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég ætla að vona að mitt fólk standi í lappirnar þegar það á að setja á það lög,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ólafur er staddur á Austurvelli, þar sem fara fram mótmæli gegn boðaðri lagasetningu á verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga og félaga innan BHM.

Frétt mbl.is: Lög verði sett á verkföllin

Ólafur vonast eftir góðri mætingu, en ríflega 500 manns hafa boðað komu sína á mótmælafundinn á Facebook, og er fólk farið að safnast saman fyrir utan Alþingishúsið. Um 500 manns mótmæltu fyrir framan þinghúsið í gær, og Ólafur gerir ráð fyrir að fleiri mæti í dag.

Um 200 manns voru á Austurvelli klukkan 10:20, en mótmælin voru upphaflega boðuð klukkan 10:30.

Frétt mbl.is: Sigurður Ingi flytur frumvarpið

Hann segir mótmælendur ætla að fjölmenna á þingpallana, en ekki er vitað nákvæmlega hvenær þingfundur hefst. Honum hafði verið flýtt frá 12 til 10 í morgun. Fundurinn hefst kl. 11.30.

Frá mótmælunum á Austurvelli í morgun.
Frá mótmælunum á Austurvelli í morgun. mbl.is/Rax
mbl.is/Styrmir Kári
Mótmælendur á Austurvelli.
Mótmælendur á Austurvelli. mbl.is/Styrmir Kári
Lögreglumenn fylgjast með mótmælunum á Austurvelli.
Lögreglumenn fylgjast með mótmælunum á Austurvelli. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert