300 tonn af borkjörnum til Breiðdalsvíkur

Breiðdalsvík.
Breiðdalsvík. mbl.is/Sigurður Bogi

Ákveðið hefur verið að flytja borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands frá Akureyri til Breiðdalsvíkur og hefur ríkisstjórnin samþykkt fimm milljóna króna fjárveitingu vegna flutningsins.

Með flutningunum er húsnæðisþörf safnsins leyst á hagkvæman hátt auk þess sem tækifæri skapast fyrir 1-2 störf á Breiðdalsvík með safninu til að byrja með, að því er segir á vef Náttúrufræðistofnunar.

Safnið verður væntanlega flutt í haust og tekur til starfa í lok ársins.

Borkjarna falla til við jarðboranir og eru nauðsynleg gögn við jarðvísindalegar rannsóknir hvort sem um ræðir grunnrannsóknir eða hagnýtar í þágu orkuöflunar eða mannvirkjaframkvæmda.

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur það lögboðna hlutverk að varðveita borkjarnana, sem í dag vega yfir 300 tonn. Sanfið hefur verið hýst í húsnæði á Akureyri sem stofnunin hefur haft á leigu, en það húsnæði er orðið yfirfullt.

Á Breiðdalsvík er starfrækt vísinda- og fræðasetur, Breiðdalssetur, og mun NÍ skipuleggja og reka borkjarnasafnið í samvinnu við það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka