Andlát: Halldór Halldórsson

Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson.

Halldór Halldórsson blaðamaður lést 11. júní á heimili sínu í Reykjavík, 65 ára að aldri, eftir langa baráttu við lungnasjúkdóm.

Halldór fæddist á Akureyri 1. júlí árið 1949. Foreldrar hans voru Sigríður Guðmundsdóttir húsmóðir og Halldór Halldórsson prófessor en Halldór var yngsta barn þeirra af fimm.

Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1970, nam þjóðfræði við Háskólann í Lundi 1970-1971 og lauk BA-prófi í heimspeki og bókmenntafræði við Háskóla Íslands 1977. Árið 1980 lauk hann svo MA-prófi í fjölmiðlafræði við University of North Carolina at Chapel Hill.

Starfsferill Halldórs hófst á Alþýðublaðinu sem prófarkalesari frá 1965 til 1975 og sem fréttamaður hjá RÚV frá 1975 en þar starfaði hann með hléum fram til 1992 í ýmsum störfum, sem fréttamaður, fréttaritari í Bandaríkjunum og dagskrárritstjóri. Hann var ritstjóri Íslendings á Akureyri 1982-84 og ritstjóri Helgarpóstsins 1984-88 þar sem hann hafði starfað sem blaðamaður 1979.

Frá 1992 sinnti hann aðallega kynningarmálum og fjölmiðlaráðgjöf á eigin vegum en hann átti sæti í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands og var um tíma varaformaður þess.

Halldór lætur eftir sig sambýliskonu, Ingibjörgu G. Tómasdóttur, dótturina Hrafnhildi og stjúpbörnin Tómas Frey og Gerði Ósk, auk sjö barnabarna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert