Byggja brú milli þings og þjóðar

Frá setningu Fundar fólksins á fimmtudaginn.
Frá setningu Fundar fólksins á fimmtudaginn. mbl.is/Styrmir Kári

Fundur fólksins fer fram í allan dag í og við Norræna hússins en hátíðinni lýkur í dag. Samkvæmt tilkynningu er meðal hlutverka Fundar fólksins er að byggja brú milli þings og þjóðar og bjóða upp á samtal um samfélagið sem við öll berum ábyrgð á.

Fjöldamargir viðburðir eru á dagskrá í Norræna húsinu, í Tjaldi Atvinnulífsins og í tjaldi allra stjórnmálaflokkanna í dag en streymi verður frá öllum viðburðum í sal Norræna hússins á vefnum www.netsamfelag.is

Samkvæmt tilkynningu verður hápunktur dagsins klukkan tólf þegar að allir leiðtogar stjórnmálaflokkanna ræða sína framtíðarsýn fyrir Ísland. Sá fundur fer fram frá klukkan 12-13:30. Að fundinum loknum halda leiðtogarnir í stjórnmálabúðirnar og heilsa upp á gesti.

„Fundur fólksins hvetur til góðra samskipta, virðingu gagnvart skoðunum annarra og að fara aðeins með sannar fullyrðingar,“ segir í tilkynningu. Tónlist setur svip sinn á dagskrá útsvæðisins s.s. Matti Kallio, Teitur og Trio Nord leika fyrir gesti. Jafnframt hafa skátarnir hafa sett upp skemmtileg leiktæki svo börnin geta haft gaman líka.

Dagskrá lýkur klukkan 17:30 en hér má sjá dagskrá hátíðarinnar í dag. 

Ljósmyndari mbl.is var á Fundi fólksins í gær og á fimmtudaginn og fangaði stemmninguna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert