Furðar sig á fjarveru ráðherranna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var á Laugardalsvelli í gær.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var á Laugardalsvelli í gær. mbl.is/Eggert

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, furðaði sig á því á Alþingi í gærkvöldi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu fylgst með viðureign Íslands og Tékklands í forkeppni Evrópumatsins á Laugardalsvelli.

Meðan á leiknum stóð var tekist á um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lög á verkfall BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

„Sumir þingmenn stjórnarliðsins voru að býsnast yfir því hvar þingflokksformenn og formenn minnihlutans eru. Ég get sagt þeim það. Þeir eru á fundi með aðilunum sem verkfallið á að setja á. Ég get líka sagt þessum sömu þingmönnum hvar stjórnarherrarnir eru. Þeir eru á landsleiknum í stað þess að sitja hér í þinghúsinu og ræða þetta mál.

Fyrsta flokks heilbrigðiskerfi er ekkert forgangsatriði fyrir þessa ríkisstjórn,“ sagði Jón Þór.

Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu áður spurt hvers vegna ráðherrabekkurinn væri nánast tómur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka