Harður árekstur við Lækjarbotna

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Harður árekst­ur varð rétt aust­an við gatna­mót­in að Lækj­ar­botn­um á þjóðveg­in­um í dag. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Blönduósi varð árekst­ur­inn með þeim hætti að tveir bíl­ar skullu sam­an. Ökumaður ann­ars bíls­ins var flutt­ur með sjúkra­bíl á Heil­brigðis­stofn­un Vest­ur­lands á Akra­nesi en hinn á Heil­brigðis­stofn­un­ina á Blönduósi. Ekki liggja fyr­ir upp­lýs­ing­ar um líðan þeirra. 

Bíl­arn­ir skullu sam­an eft­ir að þriðji bíll­inn neydd­ist til að nauðhemla þegar lamb hljóp yfir veg­inn. Í kjöl­farið lenti bíll­inn á eft­ir hon­um hinum meg­in á veg­in­um og fram­an á öðrum bíl. Árekst­ur­inn varð um klukk­an 14:30 í dag. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert