Vilja ná fram réttlæti

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. mbl.is/Rax

Í næstu viku mun BHM sækja ráðgjöf til fleiri lög­manna vegna vænt­an­legr­ar mál­sókn­ar sinn­ar gagn­vart rík­inu fyr­ir laga­setn­ingu á verk­fall sem samþykkt var á þing­inu í gær. Þrátt fyr­ir að slík geti tekið lang­an tíma er það ekki of lang­ur fer­ill til að ná fram rétt­læti, sem fé­lags­menn vilji sjá. Þetta seg­ir Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, formaður BHM, í sam­tali við mbl.is.

Í til­kynn­ingu fyrr í dag kom fram að BHM teldi laga­setn­ing­una vera skýrt brot á ákvæðum stjórn­ar­skrár­inn­ar og Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Þar sé rík­is­valdið að setja lög á sjálft sig sem samn­ingsaðila. BHM seg­ir það um­hugs­un­ar­vert að rík­is­valdið hafi ekk­ert gert til að af­stýra verk­föll­um, þess í stað hafi það eytt tíma í dóms­mál til að hnekkja verk­falls­boðum sem hafi verið hafnað af Fé­lags­dómi. Þá er bent á að á þeim 24 samn­inga­fund­um sem BHM hafi átt með samn­inga­nefnd rík­is­ins hjá Rík­is­sátta­semj­ara hafi aldrei verið þokað frá forskrift Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

Fyrr í dag greindi Rúv frá því að hjúkr­un­ar­fræðing­ar væru í aukn­um mæli að segja upp störf­um á Land­spít­al­an­um í kjöl­far laga­setn­ing­ar­inn­ar. Seg­ir Þór­unn að hún hafi ekki heyrt af slíku frá fé­lags­mönn­um BHM, fyr­ir utan upp­sögn þriðjungs geisla­fræðinga sem kom fram í byrj­un mánaðar­ins. Hún seg­ir að vænt­an­lega muni þó koma í ljós eft­ir helgi hvort ein­hverj­ir ætli að segja störf­um sín­um laus­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert