Arion og Íslandsbanki vildu ekki svara

Guðlaugur Þór spurði fjármála- og efnahagsráðherra út í gengislán hjá …
Guðlaugur Þór spurði fjármála- og efnahagsráðherra út í gengislán hjá bönkunum þremur. Samsett mynd/Eggert

Hvorki Íslandsbanki né Arion banki svöruðu fyrirspurn fjármála- og efnahagsráðuneytisins efnislega vegna fyrirspurnar frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni, varðandi gengislán bankanna. Spurði Guðlaugur hvert heildarkröfuvirði lánanna væri í bókum bankanna í árslok 2014 og hve stór hluti þeirra væri tilkominn vegna yfirfærslu eigna frá þrotabúi gömlu bankanna á árinu 2008.

Landsbankinn svaraði því til að bankinn hefði lokið við að endurreikna og leiðrétta að fullu öll þau lán í íslenskum krónum sem bankinn telur að hafi með ólögmætum hætti verið bundin gengi erlendra gjaldmiðla í samræmi við dómafordæmi Hæstaréttar. Því séu engin slík lán eftir frá 2008.

Arion banki svaraði ekki fyrirspurninni og byggðist afstaða bankans á því að Alþingi gegni ekki eftirlitshlutverki gagnvart bankanum og beiðnin snúi ekki að opinberum upplýsingum. Þá megi færa rök fyrir því að ekki sé rétt að veita umræddar upplýsingar út frá samkeppnissjónarmiðum.

Íslandsbanki tók ekki saman þær upplýsingar sem óskað var eftir og vísaði í ársreikning bankans og áhættuskýrslu hvað varðar gögn og upplýsingar um lánasafn bankans. Að mati ráðuneytisins er ekki ljóst af skýrslunum að umbeðnar upplýsingar sé þar að finna í því formi sem beðið er um. Þá vísaði bankinn á Fjármálaeftirlitið, en samkvæmt því eru umbeðnar upplýsingar ekki til í því formi sem beðið er um.

Lesa má svar fjármála- og efnahagsráðuneytisins í heild hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka