Neytendasamtökin hafa tekið saman lista yfir verðhækkanir sem hafa átt sér stað hjá birgjum í heildsölu eftir þann 1. maí síðastliðinn. Ýmsar ástæður eru fyrir verðhækkununum, meðal annars nýgerðir kjarasamningar.
Mesta hækkunin í samantektinni er á fiskvörum og á rakvélablöðum. Gillette rakvélablað hækkaði um 5% og 10% eftir fjölda og fiskvörur munu hækka um 5,8% frá 1. júlí næstkomandi. Ástæðan fyrir hækkun á fiskvörum er sögð vera nýgerðir kjarasamningar.
Nýgerðir kjarasamningar munu einnig hafa áhrif á samlokur, pizzur, salöt og kjötbollur samkvæmt könnuninni. Þær vörur munu hækka um 3% og &% þann 22. júní næstkomandi.
Aðrar hækkanir virðist mega rekja til erlendra verðhækkana eða hækkana á heimsmarkaðsverði.