Yfirvofandi uppsagnir

Spítali Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum við Fossvog eru óánægðir með lagasetningu …
Spítali Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum við Fossvog eru óánægðir með lagasetningu Alþingis á verkfallsaðgerðir og hafa nokkrir þegar sagt upp. mbl.is/Eggert

„Með þessu er bara verið að slökkva ein­hverja elda. Það vant­ar enn heild­stæða lausn á því sem nú á sér stað inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins,“ seg­ir Áslaug Arnolds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans við Hring­braut.

Hún er einn þeirra hjúkr­un­ar­fræðinga sem þegar hafa sagt starfi sínu lausu í kjöl­far laga­setn­ing­ar á verk­fallsaðgerðir Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga og Banda­lags há­skóla­manna (BHM). Á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans í Foss­vogi höfðu all­ir þeir sex hjúkr­un­ar­fræðing­ar sem voru á dagvakt í gær sagt upp störf­um.

Björg Thor­ar­en­sen, pró­fess­or við laga­deild HÍ, seg­ir for­dæmi fyr­ir því að launþega­hreyf­ing fari í mál vegna laga­setn­ing­ar á verk­fall og Hæstirétt­ur hafi staðfest að verk­falls­rétt­ur­inn sé stjórn­ar­skrár­var­inn en einnig að Alþingi hafi heim­ild til laga­setn­ing­ar á verk­föll. Í gær­kvöldi hafði ekk­ert verið ákveðið um áfram­hald­andi funda­höld í kjara­deil­um fé­lag­anna tveggja við ís­lenska ríkið, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert