Yfirvofandi uppsagnir

Spítali Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum við Fossvog eru óánægðir með lagasetningu …
Spítali Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum við Fossvog eru óánægðir með lagasetningu Alþingis á verkfallsaðgerðir og hafa nokkrir þegar sagt upp. mbl.is/Eggert

„Með þessu er bara verið að slökkva einhverja elda. Það vantar enn heildstæða lausn á því sem nú á sér stað innan heilbrigðiskerfisins,“ segir Áslaug Arnoldsdóttir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.

Hún er einn þeirra hjúkrunarfræðinga sem þegar hafa sagt starfi sínu lausu í kjölfar lagasetningar á verkfallsaðgerðir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskólamanna (BHM). Á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi höfðu allir þeir sex hjúkrunarfræðingar sem voru á dagvakt í gær sagt upp störfum.

Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild HÍ, segir fordæmi fyrir því að launþegahreyfing fari í mál vegna lagasetningar á verkfall og Hæstiréttur hafi staðfest að verkfallsrétturinn sé stjórnarskrárvarinn en einnig að Alþingi hafi heimild til lagasetningar á verkföll. Í gærkvöldi hafði ekkert verið ákveðið um áframhaldandi fundahöld í kjaradeilum félaganna tveggja við íslenska ríkið, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert