Vopnin burt fyrir helgi

Mikið var fjallað um byssukaupin í fyrra.
Mikið var fjallað um byssukaupin í fyrra.

Margumþrættum MP5 hríðskotabyssum sem keyptar voru fyrir lögreglu og Landhelgisgæslu Íslands árið 2013 verður að öllum líkindum skilað fyrir helgi. Þetta kemur fram á vef RÚV

Fjöl­miðlar fjölluðu mikið um málið á síðasta ári en Land­helg­is­gæsl­an taldi að um gjöf  frá Norðmönnum væri að ræða. Norski her­inn hef­ur hins veg­ar sagt að alltaf hafi staðið til að greiðsla kæmi fyr­ir vopn­in. Gæsl­an hef­ur sagt að ekki komi til greina að kaupa byss­urn­ar af Norðmönn­um og fyr­ir vikið var ákveðið að þær yrðu flutt­ar aft­ur til Nor­egs. Vopn­in hafa verið geymd um allnokkra hríð í sér­stakri geymslu á veg­um Gæsl­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert