Margumþrættum MP5 hríðskotabyssum sem keyptar voru fyrir lögreglu og Landhelgisgæslu Íslands árið 2013 verður að öllum líkindum skilað fyrir helgi. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Fjölmiðlar fjölluðu mikið um málið á síðasta ári en Landhelgisgæslan taldi að um gjöf frá Norðmönnum væri að ræða. Norski herinn hefur hins vegar sagt að alltaf hafi staðið til að greiðsla kæmi fyrir vopnin. Gæslan hefur sagt að ekki komi til greina að kaupa byssurnar af Norðmönnum og fyrir vikið var ákveðið að þær yrðu fluttar aftur til Noregs. Vopnin hafa verið geymd um allnokkra hríð í sérstakri geymslu á vegum Gæslunnar.