17. júní hátíðarhöld í myndum

Þjóðhátíðardagur Íslendinga var haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Tugþúsundir lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur þar sem hátíðardagskrá stóð yfir frá morgni til kvölds. Þá var deginum fagnað á Akureyri, Ísafirði og víðar eins og sjá má á myndum sem fylgja fréttinni.

Fjölmennt var í miðbæ Reykjavíkur í allan dag og boðið var upp á margvísleg skemmtiatriði. Hátíðardagskrá fór fram á Austurvelli í dag, en seinnipartinn fór fram barna- og fjölskylduskemmtun á Arnarhóli. Þá skemmti Sirkús Íslands á Ingólfstorgi og mikið var um að vera hvert sem litið var.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka