Á þjóðhátíðardaginn skiptir veðrið Íslendinga miklu máli, enda fer mest öll dagskrá fram utandyra.
Dumbungur verður yfir höfuðborgarsvæðinu og dropar á lofti fram eftir degi en þó mun sólin sennilega eitthvað láta sjá sig.
„Hitastigið gæti farið upp í 11-12 gráður en ekki mikið meira,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Á Akureyri og fyrir austan verður hins vegar hlýtt og hiti gæti farið upp undir 18 gráður. Á Vestfjörðum verður sennilega öllu kaldara.