Ísland friðsælast 5. árið í röð

Það er ærin ástæða til að fagna í dag.
Það er ærin ástæða til að fagna í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 Ísland situr í efsta sæti á lista Efnahags- og friðarstofnunarinnar (e. Institute for Ecomomics and Peace) yfir friðsælustu ríki heims, fimmta árið í röð. Í frétt Global finance um úttekt stofnunnarinnar kemur fram að þrátt fyrir að öldin sé sú friðsælasta í sögu mannkyns hafi friðsæld heimsins hrakað á síðustu sjö árum.

Stofnuninn gefur árlega út listann „The Global Peace Index“. Samkvæmt honum búa þegnar 111 landa við minni frið en árið 2008 og aðeins ríkir meiri friður en áður í 51 landi.

 Ísland er með 1,189 stig á lista stofnunarinnar en þar gildir: því lægri tala því betra. Danmörk er í öðru sæti með 1,193 stig og Austurríki vermir þriðja sætið með 1,2 stig. Noregur og Finnland eru einnig meðal tíu friðsælustu landa heims samkvæmt listanum en þar vermir Finnland sjötta sætið og Noregur það tíunda. Svíþjóð er þannig eina Norðurlandið sem ekki kemst á blað en landið deilir 11. Sætinu með Tékklandi.

Aukin spenna í Úkraínu, átökin í Sýrlandi, borgarastyrjöld í Suður Súdan og aukin virkni í hryðjuverkum víða um heim er meðal þess sem gerir það að verkum að friður í heiminum fer dalandi. Í ár vermir Sýrland botnsæti listans en það er þó Suður-Súdan sem fer niður um flest sæti milli ára.

Georgía er það land þar sem ástandið hefur batnað hvað mest en landið er á uppleið eftir átök við Rússland árið 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert