Ísland friðsælast 5. árið í röð

Það er ærin ástæða til að fagna í dag.
Það er ærin ástæða til að fagna í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 Ísland sit­ur í efsta sæti á lista Efna­hags- og friðar­stofn­un­ar­inn­ar (e. Institu­te for Ecomomics and Peace) yfir friðsæl­ustu ríki heims, fimmta árið í röð. Í frétt Global fin­ance um út­tekt stofn­unn­ar­inn­ar kem­ur fram að þrátt fyr­ir að öld­in sé sú friðsæl­asta í sögu mann­kyns hafi friðsæld heims­ins hrakað á síðustu sjö árum.

Stofn­un­inn gef­ur ár­lega út list­ann „The Global Peace Index“. Sam­kvæmt hon­um búa þegn­ar 111 landa við minni frið en árið 2008 og aðeins rík­ir meiri friður en áður í 51 landi.

 Ísland er með 1,189 stig á lista stofn­un­ar­inn­ar en þar gild­ir: því lægri tala því betra. Dan­mörk er í öðru sæti með 1,193 stig og Aust­ur­ríki verm­ir þriðja sætið með 1,2 stig. Nor­eg­ur og Finn­land eru einnig meðal tíu friðsæl­ustu landa heims sam­kvæmt list­an­um en þar verm­ir Finn­land sjötta sætið og Nor­eg­ur það tí­unda. Svíþjóð er þannig eina Norður­landið sem ekki kemst á blað en landið deil­ir 11. Sæt­inu með Tékklandi.

Auk­in spenna í Úkraínu, átök­in í Sýr­landi, borg­ara­styrj­öld í Suður Súd­an og auk­in virkni í hryðju­verk­um víða um heim er meðal þess sem ger­ir það að verk­um að friður í heim­in­um fer dalandi. Í ár verm­ir Sýr­land botnsæti list­ans en það er þó Suður-Súd­an sem fer niður um flest sæti milli ára.

Georgía er það land þar sem ástandið hef­ur batnað hvað mest en landið er á upp­leið eft­ir átök við Rúss­land árið 2008.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert