„Allir hafa rétt til að mótmæla, en það er samt staður og stund fyrir allt,“ skrifar Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi DV, á Facebook-síðu sína. Þar lýsir hann því yfir að honum þyki dapurlegt að „forseti Íslands geti ekki lagt blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, forsætisráðherra flutt hátíðarávarp, fjallkonan farið með ljóð og tónlistarfólk flutt þjóðsönginn á sjálfan 17. júní án þess að fámennur hópur skemmi fyrir með því að púa, berja í bumbur og búa til annan hávaða.“
Spyr hann hvort hinn „þögli meirihluti þjóðarinnar“ sé sammála sér og óskar eftir því að fólk setji „like“ við færsluna ef svo sé. Rúmlega fjögur hundruð hafa sett „like“ við færsluna, þar á meðal Brynjar Níelsson, alþingismaður, og Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Þá hafa fjölmargir sagt skoðun sína á færslu Björns Inga, og virðast flestir sem þar tjá sig vera sammála honum.
Eins og fram hefur komið sóttu á milli 2.500 og 3.000 manns mótmælin á Austurvelli sem fóru fram samhliða hefðbundinni þjóðhátíðardagskrá. Mótmælendur trommuðu takfast, blésu í lúðra og bauluðu á meðan á athöfninni stóð, jafnt undir ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem og undir þjóðsöngnum.
Ég var eitt sinn formaður Þjóðhátíðarnefndar á Austurvelli og hér kemur tilraun til að rýna í þjóðarsálina. Mér finnst...
Posted by Björn Ingi Hrafnsson on Wednesday, June 17, 2015