Makríll á borði atvinnuveganefndar

Fundur er nú í atvinnuveganefnd.
Fundur er nú í atvinnuveganefnd. Morgunblaðið/Ómar

Fund­ur er nú í at­vinnu­vega­nefnd þar sem meðal ann­ars er fjallað um áætl­un um meðferð og ráðstöf­un afla­magns sem dregið er frá heild­arafla, veiðigjöld, frum­varp nefnd­ar um stjórn fisk­veiða og stjórn veiða á Norðaust­ur-Atlants­hafs­makríl.

Mikið upp­nám varð á Alþingi á þriðju­dag eft­ir að breyt­ing­ar­til­laga var lögð fram við frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um stjórn veiða á Norðaust­ur-Atlants­hafs­makríl.

Sagði þá Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, meðal ann­ars til­lög­una ekki vera breyt­ingu held­ur að hún væri „gjör­sam­lega ný til­laga“. Af­leitt væri að leggja fram slík­ar breyt­ing­ar þegar komið væri tveim­ur vik­um fram yfir ætluð starfs­lok þings­ins.

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti vara­formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar­, seg­ir aðspurð fund­inn verða lang­an í dag. Á hún von á því að hon­um ljúki ekki fyrr en um klukk­an 15 en fund­ur­inn hófst sam­kvæmt dag­skrá klukk­an 10 í morg­un. 

„Við mun­um fá til okk­ar full­trúa frá SFS [Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi], Lands­sam­bandi smá­báta­eig­enda og Þjóðar­eign,“ seg­ir Lilja Raf­ney en þeim er ætlað að veita nefnd­ar­mönn­um álit.

Þjóðar­eign stend­ur að baki und­ir­skrifta­söfn­un þar sem yfir 51.000 manns skorað á for­seta Íslands að vísa í þjóðar­at­kvæðagreiðslu  „hverj­um þeim lög­um sem Alþingi samþykk­ir þar sem fisk­veiðiauðlind­um er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekk­ert ákvæði um þjóðar­eign á auðlind­um hef­ur verið sett í stjórn­ar­skrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyr­ir af­not þeirra.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka