Bað forseta og orðuhafa afsökunar

Frá orðuveitingunni á Bessastöðum í fyrradag.
Frá orðuveitingunni á Bessastöðum í fyrradag.

Ríkisútvarpið (RÚV) hefur beðið embætti forseta Íslands og Guðjón Friðriksson sagnfræðing velvirðingar vegna fréttar RÚV um veitingu fálkaorðunnar.

Fyrirsögn fréttarinnar, sem birtist á vef RÚV þann 17. júní, var „Ævisöguritari forseta fær fálkaorðu“.

Fyrirsögninni var síðan breytt og sett athugasemd við fréttina þar sem sagði að af fyrirsögninni hefði mátt skilja að störf Guðjóns Friðrikssonar fyrir forsetann hefðu ráðið því að hann hefði fengið riddarakrossinn. Svo væri ekki heldur fjallaði orðunefnd um tilnefningar til orðunnar og gerði tillögur til forseta um hverja skyldi sæma henni. Þá var Guðjón Friðriksson beðinn velvirðingar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert