„Við stöndum við orðin“

Frá mótmælum BHM við húsnæði sáttasemjara.
Frá mótmælum BHM við húsnæði sáttasemjara. mbl.is/Golli

Bandalag háskólamanna (BHM) mun í dag stefna íslenska ríkinu vegna lagasetningar sem banna verkfallsaðgerðir félagsmanna. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, staðfestir þetta en stefnan verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Í tilkynningu sem Bandalag háskólamanna sendi frá sér nýverið segir meðal annars að með samþykkt laga gegn verk­fallsaðgerðum BHM hafi Alþingi af­numið samn­ings­rétt fé­laga í banda­lag­inu sem sé skýrt brot á ákvæðum stjórn­ar­skrár­inn­ar og Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Páll segir það vera þung spor að stefna ríkinu.

„Við stöndum við orðin en vissulega eru það þung spor að þurfa að bregðast við ofbeldi. En maður verður að bregðast við því,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert