Einn af hápunktum flugsumarsins

Einn af hápunktum flugsumarsins er flugdagur Flugsafns Íslands á Akureyri, en hann var haldinn á Akureyrarflugvelli í dag. Flugáhugafólk hvaðanæva af landinu kom þar saman og var svæðið opið frá klukkan 13. Dagskráin er iðulega með fjölbreyttu móti allan daginn og má þar meðal annars nefna listflug, einstakar gamlar vélar og svo að sjálfsögðu safnið sem geymir sjálfa flugsögu Íslands.

Þorgeir Baldursson var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert