Undanfarnar vikur hafa gufubólstrar sést stíga frá Holuhrauni. Að sögn vakthafanda jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands er líklega leysingavatn frá Dyngjujökli að komast í snertinu við norðaustur hraunkannt Holuhrauns og valda þessari bólstramyndun.
Ekki er ólíklegt að slíkir gufubólstrar muni sjást áfram. Gosi lauk 27. febrúar og eru engin merki um að nýtt gos sé hafið.