Boðið hjúkrunarfræðingum 20% hækkun

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í Helgarútgáfunni á Rás 2 í morgun að ríkið hefði boðið hjúkrunarfræðingum um tuttugu prósenta launahækkun. Þó svo að hann vildi gjarnan hækka laun þeirra meira, þá yrði að huga að öðrum sjónarmiðum um leið.

Hann sagði að mikill þungi væri í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið. Hann teldi að uppsögnum hjúkrunarfræðinga væri ætlað að knýja fram samninga, að því er fram kemur á vef RÚV.

Sig­ríður Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar á Land­spít­al­an­um, sagði í sam­tali við mbl.is í gær að marg­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ar hefðu sagt upp störf­um síðustu daga. „125 hafa sagt upp. Við höf­um ekki fengið nein­ar upp­lýs­ing­ar frá því klukk­an hálf tvö í gær [fyrradag] enda höfum ekki mann­skap til að safna því sam­an.“ 

Hún seg­ist reikna með að fá nýj­ar töl­ur á mánu­dag­inn. „Þá náum við því sem kom inn í gær. Mér þykir ekki ólík­legt að töl­urn­ar verði þá aðeins hærri miðað við það sem maður hef­ur heyrt.“

Frétt mbl.is: „Það er ekkert gott í stöðunni“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert