Boðið hjúkrunarfræðingum 20% hækkun

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra sagði í Helgar­út­gáf­unni á Rás 2 í morg­un að ríkið hefði boðið hjúkr­un­ar­fræðing­um um tutt­ugu pró­senta launa­hækk­un. Þó svo að hann vildi gjarn­an hækka laun þeirra meira, þá yrði að huga að öðrum sjón­ar­miðum um leið.

Hann sagði að mik­ill þungi væri í kjara­deilu Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga við ríkið. Hann teldi að upp­sögn­um hjúkr­un­ar­fræðinga væri ætlað að knýja fram samn­inga, að því er fram kem­ur á vef RÚV.

Sig­ríður Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar á Land­spít­al­an­um, sagði í sam­tali við mbl.is í gær að marg­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ar hefðu sagt upp störf­um síðustu daga. „125 hafa sagt upp. Við höf­um ekki fengið nein­ar upp­lýs­ing­ar frá því klukk­an hálf tvö í gær [fyrra­dag] enda höf­um ekki mann­skap til að safna því sam­an.“ 

Hún seg­ist reikna með að fá nýj­ar töl­ur á mánu­dag­inn. „Þá náum við því sem kom inn í gær. Mér þykir ekki ólík­legt að töl­urn­ar verði þá aðeins hærri miðað við það sem maður hef­ur heyrt.“

Frétt mbl.is: „Það er ekk­ert gott í stöðunni“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert