Hætt við því að samningum verði sagt upp

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Ernir

Alþýðusam­band Íslands legg­ur áhersla á að los­un gjald­eyr­is­hafta ógni ekki efna­hags­leg­um stöðug­leika með geng­is­falli, verðbólgu og kjararýrn­un al­menns launa­fólks. Í því sam­bandi bend­ir sam­bandið á að þeir kjara­samn­ing­ar sem voru und­ir­ritaðir í lok maí­mánaðar byggi meðal ann­ars á þeirri for­sendu að kaup­mátt­ur launa auk­ist á samn­ings­tím­an­um.

Gangi það ekki eft­ir sé hætt við því að kjara­samn­ing­um verði sagt upp.

Þetta er á meðal þess sem fram kem­ur í um­sögn ASÍ við haftafrum­vörp­um fjár­málaráðherra.

Tel­ur Alþýðusam­bandið mik­il­vægt að losa um þau höft á fjár­magns­flutn­inga sem sett voru í kjöl­far banka­hruns­ins. Með haftafrum­vörp­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar séu stig­in ákveðin skref í þá átt og því ber að fagna.

ASÍ legg­ur einnig áherslu á að staðið verði við alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar og að tryggt verði að þær ráðstaf­an­ir sem gripið verði til stand­ist stjórn­ar­skrá.

Auk þess vill ASÍ að þeir fjár­mun­ir sem koma í hlut rík­is­sjóðs eða Seðlabanka Íslands vegna af­náms­fer­ils­ins verði nýtt­ir til þess að greiða niður skuld­ir rík­is­sjóðs og þess þannig gætt að þeir valdi ekki óstöðug­leika í hag­kerf­inu. Slíkt ráðstöf­un spari rík­is­sjóði tugi millj­arða ár­lega í vaxta­greiðslur og leggi þannig grunn­inn að því að við get­um búið við öfl­ugt vel­ferðar­kerfi til framtíðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert