„Hann er greinilega að námunda“

Ólafur G. Skúlason formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Ólafur G. Skúlason formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

„Ef þú hlust­ar á það sem hann seg­ir þá seg­ir hann á þing­inu um það bil 20% og í morg­un sagði hann um 20% þannig að hann er greini­lega að námunda,“ sagði Ólaf­ur G. Skúla­son, formaður Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga, í sam­tali við mbl.is. Bjarni Bene­dikts­son sagði í Helgar­út­gáf­unni á Rás 2 í morg­un að ríkið hefði boðið hjúkr­un­ar­fræðing­um um 20% launa­hækk­un. Það kann­ast Ólaf­ur ekki við. 

„Við höf­um ekki fengið til­boð upp á 20% held­ur 18,5%.“ Hjúkr­un­ar­fræðing­ar vilja hærri laun fyr­ir dag­vinnu. „Við vilj­um hækk­un á grunn­laun­um.“ Langt er síðan síðasti fund­ur var í deil­unni. „Það hef­ur ekk­ert verið fundað síðan fyr­ir lög og ekki búið að boða neinn fund. Gerðadóm­ur verður skipaður 1. júlí.

Ólaf­ur vill að ríkið eigi næsta leik. „Við lít­um á það þannig að ríkið þurfi að fikra sig aðeins nær okk­ur þannig að við bíðum eft­ir til­boði frá þeim, alla­vega að þeir boði til fund­ar. En það verður að vera fund­ur á miðviku­dag­inn, þá eru komn­ar tvær vik­ur frá síðasta fundi og rík­is­sátta­semj­ari verður að boða til fund­ar á tveggja vikna fresti á meðan hann er með mál til meðferðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka