Nýliðin nótt var sú stysta

Sum­arsól­stöður eru í dag en þá er sól­ar­gang­ur lengst­ur. Lengsti dag­ur árs­ins er því í dag en nýliðin nótt var sú stysta.

Sum­arsól­stöður eiga sér stað þegar sól­in nær þeim stað á sól­baugn­um sem er lengst norður af miðbaug him­ins. Tek­ur því sól­in nú að lækka á lofti.

Spáð er bjartviðri víða á land­inu í dag, þó aðallega vest­an­til á land­inu. Sums staðar verður skýjað og þoku­loft norðan- og aust­an­til, en skýjað með köfl­um og stöku síðdeg­is­skúr­ir sunn­an- og suðvest­an­lands. Held­ur mun birta til í innsveit­um norðan­lands yfir há­dag­inn.

Veður­stof­an spá­ir norðlægri eða breyti­legri átt, 3-8 m/​s.

Hiti verður á bil­inu fimm til tólf stig norðan- og aust­an­lands, en tíu til átján stig sunn­an- og vest­an­lands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert