Nýliðin nótt var sú stysta

Sum­arsól­stöður eru í dag en þá er sól­ar­gang­ur lengst­ur. Lengsti dag­ur árs­ins er því í dag en nýliðin nótt var sú stysta.

Sumarsólstöður eiga sér stað þegar sólin nær þeim stað á sólbaugnum sem er lengst norður af miðbaug himins. Tekur því sólin nú að lækka á lofti.

Spáð er bjartviðri víða á landinu í dag, þó aðallega vestantil á landinu. Sums staðar verður skýjað og þokuloft norðan- og austantil, en skýjað með köflum og stöku síðdegisskúrir sunnan- og suðvestanlands. Heldur mun birta til í innsveitum norðanlands yfir hádaginn.

Veðurstofan spáir norðlægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s.

Hiti verður á bilinu fimm til tólf stig norðan- og austanlands, en tíu til átján stig sunnan- og vestanlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert